Þung ský á himni

 Eða hvað vegur eitt ský mikið?

Álftir yfir Þingvallavatni

Á leiðinni til Þingvalla einn góðviðrisdag fyrir ekki löngu datt mér í hug enn ein óþurftin* eins og svo oft áður. Ég var að dást að góðviðrisskýjunum og bar þau saman við mistrið og svifrykið sem blasti við sunnlendingum sem og fleirum í hvassviðrinu í sumarlok. Svo rammt kvað að þykkninu að ekki sást í Esju frá Reykjavík þegar verst lét. En þennan dag var svo sannarlega annað upp á teningnum. Lungamjúkir hnoðrar svifu yfir landið og lofuðu góðu. Heimkynni engla sagði einhver, svo létt og mjúk og hlýleg. Eða hvað?
 
Cloud1

Yfir Skarðsheiðinni sveif einn bólstri, heldur stærri en nágrannarnir og ekki laust við að hálfgerður steðji væri að myndast. Ég velti fyrir mér hvort hann væri nokkurskonar fordyri að síðra veðurlagi uppi í Borgarfirði og áfram norður. Það er stundum svo, að landslagið skiptir veðrinu niður í hólf – svona eins og það getur gert hér á Íslandi með heiðar og fjöll við 1.000 metrana. Hvað um það. Mér reiknaðist til að stærð hans væri ca. 3 km. á breidd, líklega sama dýpt og hæðin jafnvel 5 km. Umreiknað í rúmmál, þá værum við með 45 km³ af skýi. Miðað við forsendur sem ég fann á vef NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), þá vó þetta ský sem ég sá hvorki meira né minna en 45 milljón tonn eða 45.135.000.000 kg. Það samsvarar um það bil 130.000 stykkjum af Boeing 747 Jumbo Jet – fullhlöðnum.
 
Cloud2 
Forsendurnar eru þær skv. upplýsingum NOAA að einn rúmmetri af vatnsmettuðu lofti í 2 km hæð vegur 1,003 kg. Á móti kemur að venjulegt andrúmsloft vegur í raun meira, eða 1,007 kg/m³. Þetta þýðir að eðlismassi „venjulegs“ lofts er aðeins meiri en hefðbundins skýs, þess vegna svífur skýið í loftunum því það er í raun léttara. Eins rúmmetra ský í tveggja km hæð vegur 1,003 kg og flýtur ofan á 2.014 tonnum af andrúmslofti.
 
Og mér fannst svo létt yfir þessum góðviðrisskýjum.
 
*Useless Information. 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Virkilega áhugavert.

Jón Valur Jensson, 8.10.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband