21. febrúar kl. 03.00, tunglmyrkvi

Tungmyrkvi feb. 2008

 

Aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar verður tunglmyrkvi sem m.a. sést héðan frá Íslandi. Hann hefst rúmlega hálfeitt rétt eftir miðnætti og endar rúmlega korter yfir sex um morguninn. Nákvæmar tölulegar upplýsingar má finna hérna hjá NASA

Þessi myrkvi er örlítið styttri en sá sem við sáum í byrjun mars 2007, en það munast sosum ekki nema um 12 mínútum á fullum myrkva (Total Eclipse). Í mars var hann 37 mín., en núna verður hann 25. mín.

Tímasetningarnar eru þessar helstar: 

 

  • Deildarmyrkvi hefst (Penumbra): 00:34:59
  • UTAlmyrkvi hefst (Umbra): 01:42:59 UT
  • Almyrkvi: 03:00:34 UT
  • Almyrkvi endar/deildarmyrkvi hefst: 03:51:32 UT
  • Deildarmyrkvi: 05:09:07 UT
  • Deildarmyrka (tunglmyrkva) lýkur: 06:17:16 UT

 

Þessi myrkvi er nokkru síðar um nóttina en sá í mars, en hámarkið er kl. 03 um nóttina. Það er náttúrulega von um að það verði heiðskýrt og gott veður til skoðunar og ljósmyndunar. Hámyrkvinn mun eiga sér stað í suðvestri og í um 30° upp á himni. Stjörnumerkið Ljónið verður baksviðs og Regulus til hægri og reikistjarnan Satúrnus til vinstri.

Ég gerði nokkrar tilraunir til ljósmyndunar í mars s.l., en tókst misvel upp. Ég er með ágætis tækjakost, en vantar upp á reynsluna. Gaman væri að heyra ráð og reynslusögur lesenda um næturljósmyndun af þessu tagi. Spurning hvor menn kannist við ƒ-regluna sem mig minnir að sé: ƒ-16 + Speed 160 + ISO 160. Kannski  bara bull. Endilega sendið línu um hvernig best sé haga sér við aðstæður sem þessar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband