Venus og máninn í kröppum dansi

Á leiðinni yfir Hoek van Holland við Ermasund brá þessari tignalegu sýn fyrir í suðvestur af okkur ferðalöngunum. Þetta var glæsilegasta tunglsetur sem ég hef séð. Þetta var 20. janúar s.l., á laugardagskveldi um klukkan18.30 og rúmlega klukkutími í tunglsetur. Nýtt tungl í steingeitinni, tæplega tveggja daga gamal og sigðin nam um 3% af kringlunni. Venus var einstaklega skær og nokkurn vegin hinu megin við sólu miðað við sporbrautarstöðu. Merkúr er reyndar þarna líka neðarlega til hægri, en sést því miður ekki í mistrinu.

Enn neðar, undir sjóndeildarhring, beint undir tunglinu, er McNaugt halastjarnan á leið sinni á sporbraut um sólu. Núna er hún komin "undir" sólina (sporbrautaflöt sólkerfisins) orðin mjög dauf og á leið frá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Verð að segja að þetta er flott mynd. Sjálf átti ég afmæli þann dag sem hún er tekin.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.2.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband