Úlfur og gíll, rosabaugar og endurskin

Rosabaugur við Kitzsteinhorn í Austurríki.

Daufur úlfur bærir á sér - rétt hjá Flachau í Austurríki.

Endurvarp í þoku á Grafenberg við Wagrain, rétt hjá Flachau.

Í skíðaferð í Austurríki brá oft við í fjalllendinu að rosabaugur myndaðist kringum sólina. Ég var m.a. í um 3.000 metra hæð á Kitzsteinhornjökli nálægt Zell am See og þar var mikill ískristall í loftinu. Hvarvetna glitraði á ísinn í loftinu umhverfis og utan um sólina var daufur rosabaugur. Síðar í ferðinni, nálægt Flachau, var þó nokkuð um halo-myndanir samhliða ískristalþoku. Þar sá ég annan hvorn, úlfinn eða gílinn, en aldrei báða í einu á baugnum. Á Hyperphysics er ótrúlega greinagóð skýring á prismuspegluninni sem þessu veldur og góð sýnishorn af raunverulegum dæmum.

Sjá líka hér á Vísindavefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband