Alrím fyrir allt og ekkert...

Ég hef oftar en einu sinni stofnað til svona bloggs á netinu, en aldrei fylgt því almennilega úr hlaði. Líklega vegna þess að ég hef oftar en ekki verið uppteknari að blogginu sem slíku frekar en innihaldinu. Nú reikna ég með að það verði breyting á því ég þykist loks hafa fundið efni og ástæður fyrir færslum.

Alrím skal það heita því hérna ætla ég að leggja inn ýmis mál sem víkja að umhverfinu okkar, náttúrunni og fræðimennsku almennt sem snúa að raunvísindum. Sjálfur er ég algjör amatör á þessum sviðum og meira sem skrásetjari frekar en með ákveðnar skoðanir. Þetta verður langt í frá vettvangur um umhverfisvernd, miklu frekar náttúruvísindi.

Ég er með botnlausan áhuga á öllu sem víkur að náttúrunni; jarðfræði, gróður- og dýralíf, veður, stjörnufræði o.s.frv. Þar til viðbótar mætti síðan telja víðfeðmari flokka á borð við eðlisfræði, heimsfræði, efnafræði og jafnvel smá stærðfræði.

Það má treysta því að hér verði dreginn inn ýmis samtíningur, myndir, spurningar, frásagnir og einnig tilvísanir í efni annarsstaðar á vefnum. Það verður þó líklegast sammerkt með þessu öllu að það tengist ofangreindri áhugamennsku á einn eða annan hátt. Með þessari fyrstu færslu og lýsingu á efnistökum vona ég að ég geti komið þessu svolítið "frá mér" og auglýst eftir viðbrögðum; álitsgjöfum, leiðréttingum og öðrum upplýsingum. Þannig stæði ég upp betur upplýstur og kannski aðrir einnig. Hvað sem því líður, þá finnst mér svo margt bera fyrir augu að ég einfaldlega verð að deila því.

Góðar kveðjur,
Finnur Malmquist


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband