Snæsniglar

Ég er ekki viss hvort það sé til íslenskt heiti yfir fyrirbrigðið, en eftir enska heitinu Snowsnail eða Snow Snail dettur mér í hug annað hvort snæsnigill eða snjósnigill. Ég hef líka séð nafnið Snow Tunnel, Snow Roller eða Snow Rollers. Málið snýst um það þegar snjór rúllar áfram og myndar snigil eða ammoníta-lagaða snjóköku. Þetta hljómar voða lítilfjörlegt, en það sem ég er að velta fyrir mér og um leið að spyrja um er hvort lesendur hafi séð svona á snævi þöktu láglendi eftir hvassviðri samhliða hláku. Ég sá nefnilega svona fyrirbrigði í Hvalfirði í fyrra. Tún voru þakin svona snæsniglum, 10-20 cm í þvermál og u.þ.b. 7-10 cm sverir. Stefnan var öll sú sama og undan vindátt. Verst að ég var ekki með myndavél.

Þetta heiti á einnig við snjóbolta sem rúlla niður brattar snjóhlíðar og safna utan á sig. Það hafa flestir séð í sólbráð eða hláku upp til fjalla.

Hvað um það, það væri gaman að vita hvort einhver eigi mynd af þessu einkennilega og sjaldgæfa fyrirbrigði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband