Tunglmyrkvinn úr Borgarfirði og Kaldadal

Ekki náði ég góðum myndum af tunglmyrkvanum. Ég lenti í því, eins og flestir hér á landi, að ský dró fyrir herlegheitin þegar hæst stóð. En hvað um það.

Ég fór alla leið upp að Langjökli, á afleggjarann frá Kaldadalsleið að jökli, og þar sá ég myrkvann hefjast.

Ég tók nokkrar myndir, en því miður voru flestar útkomurnar undir væntingum. Þegar almyrkvinn gekk í garð varð allt biksvart þarna undir jökli. Einstaka stjörnur skinu, en því miður sást koparlitt tunglið ekki vegna útkomubakka sem gekk yfir.

Síðar náði ég nokkrum myndum af myrkvanum þegar tunglið gekk úr skugganum, eða rétt upp úr eitt.

Það eru nokkrar fleiri myndir hér á Flickr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Finnur

Það merkilega gerðist að ský dró frá mánanum og Satúrnusi þar skammt frá kl. 23:05. Myrkvinn sást því nokkuð vel þar til ég leit síðast á hann um eittleytið, en ljósmengunin skemmdi þó auðvitað fyrir. 

Ég sá vel myrkvann í október 2004 og var þá utanbæjar. Mér fannst hann fallegri og jafnvel meiri litadýrð. Hugsanlega var það vegna lítillar ljósmengunar.

Með kveðju, Ágúst

Ágúst H Bjarnason, 5.3.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Finnur Jóhannsson Malmquist

Er ekki næsti almyrkvi í febrúar á næsta ári, svo ekki fyrr en 2010?

Finnur Jóhannsson Malmquist, 5.3.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband