Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009

Vetrarbrautin

Mynd: SkyMaps

Á vef International Year of Astromony 2009 segir m.a. í formála: "

The vision of the International Year of Astronomy (IYA2009) is to help the citizens of the world rediscover their place in the Universe through the day- and night time sky, and thereby engage a personal sense of wonder and discovery."

Sjá frekar hér á vef IYA2009

Þetta eru einstaklega ánægjulegar fréttir, að 2009 skuli tileinkað stjörnfræðinni af hálfu Sameinuðu þjóðanna og frábært tækifæri að efla meðvitun og glæða áhuga fólks á fræðinni. Minn er álíka, og hjá svo mörgum, háður duttlungum fréttaveitu, sýnilegra uppákoma á himni og frístunda minna til að sinna athugunu og kannski þess helst að vafra um vefinn í leit að gögnum að lesa og læra um.

Þetta verður eflaust spennandi tími m.t.t. upplýsingaveitu fræðistofnana, líklega hér á Íslandi einnig í formi fyrirlestra og annarra uppákoma. Enda hef ég þá trú að aukinn skilningur á gangi himintunglanna auki á skilning á okkur sjálfum og kannski helst smæð okkar og lítilvægi gangvart þessu gígantíska sköpunarverki sem alheimurinn er.

Með von um gleðileg jól og ánægjuleg áramót. Bloggumst á nýju ári.

Finnur Jóhannsson Malmquist 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilega hátíð Finnur. 

Ágúst H Bjarnason, 26.12.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir kynnin á árinu 2007

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband