Plútónaður

Félagi minn Kristján sendi mér skemmitlega grein frá BBC um val á nýyrði hjá Bandaríkjamönnum fyrir árið 2006 hjá The American Dialect Society eða ADS. Þetta var í 17. skipti sem félagsskapur málfræðinga o.fl. komu saman og völdu núna orðið "Plutoed" sem orð ársins. Ætli það myndi ekki leggast út sem "plútónaður" eða "plútóaður" og í merkingunni að vera settur skör neðar eða sviptur tign í einhverju formi ("demoted", "devalued").

Mér finnst þetta ekki síst fyndið í ljósi ákvörðunar hins alþjóðlega félags stjörnufræðinga sem ákváðu á síðasta ári að Plútó skyldi ekki lengur vera meðal reikistjarnanna í sólkerfinu okkar og fækkuðu þeim þar með úr 9 í 8. Spurning hvort prinsippið eigi að ráða hér eða hefðin síðan á fyrri hluta 20. aldar? Dæmi hver um sig, ég sjálfur reikna með að kalla Plútó níundu reikistjörnuna og eftirláta stærri reikistjörnum, sem eiga eftir að finnast í kerfinu okkar, falla undir smástirnishugtak vísindamannanna.

Kveðjur frá Charon....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband