Tunglbogi.

Ég hef tvisvar séð tunglboga bregða fyrir hér á landi. En það er í raun regnbogi að næturlagi myndaður af geislum tunglsins. Í bæði skiptin var fullt tungl samhliða skúraleiðingum, samt ekki svo skýjað að tunglið brytist ekki í gegn.

Það sem bar fyrir augu var mjög daufur hvítur regnbogi. Ég náði að mynda bogann í seinna skiptið og með því að "ofkeyra" litina í myndforriti sést að um er að ræða hefðbundið regnbogamunstur; rautt yst, gult, grænt og blátt innst. Því miður var ég ekki með þrífót og átti erfitt um vik að ná almennilegri mynd, en engu að síður - í hvert sinn sem það ber saman, fullt tungl og skúraleiðingar, þá má reyna aftur.

Þennan tvöfalda regnboga bar fyrir augu í Hvítársíðunni í fyrravor. Litamunurinn milli innri og ytri bogans stafar af því að sólarljósið endurkastast meira að okkur en frá þegar miðað er við innri regnbogakeiluna. Ytri keilan, þ.e. droparnir í því skýi, endurspegla sólarljósinu meira frá okkur en að. Allir regndroparnir í báðum keilunum endurspegla einhverju ljósi, þeir sem mynda bogann brjóta það upp í litaspectrumið og mynda litapallettuna. Aðrir endurspegla hvítu sólarljósinu beint. Þess vegna er birtumunurinn svona áberandi.

Góð skýring á regnbogum, ljósspeglun í vatnsdropum, tvöfaldir regnbogar o.fl. er að finna hér:
Patterns in Nature - Light and Optics


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband